Martin skoraði ellefu stig í leiknum en hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
KR-ingurinn segist vera á leið í nánari skoðun á morgun en hann vonast til að vera bara frá í eina viku. Þó eru sjúkraþjálfarar og læknar Alba Berlín ekki sammála honum.
Martin segir frá því að sjúkraþjálfarinn haldi að hann verði frá í þrjár vikur en læknirinn haldi því fram að þetta séu fjögur til sex vikur. Það komi þó í ljós á morgun.
Thanks to everyone who reached out to me!
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) November 7, 2018
I say 1 week
Physio says 3 weeks
Doctor says 4-6.
Lets see who is right in the MRI tomorrow