Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri: Alvarleg staða blasir við verði ekki gripið til aðgerða til að auka fjölda lífeindafræðinga á landinu. Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Það tæki HÍ sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn fyrir þá lífeindafræðinga sem gætu hætt strax. Vísir/vilhelm Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira