Konur þurfa frið Auður Lilja Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar