Konur þurfa frið Auður Lilja Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna er þó mun eldri og fæddist við upphaf 20. aldar á miklum umbrotatímum í kjölfar iðnvæðingar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru helstu baráttumálin kosningaréttur kvenna og réttindi verkakvenna en áherslur hafa í gegnum árin verið margvíslegar og fara eðlilega eftir helstu baráttumálum kvenna í samfélaginu hverju sinni. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa frá árinu 1984 ásamt fjölda félagasamtaka haldið daginn hátíðlegan með metnaðarfullri dagskrá. Í ár er yfirskrift fundarins Konur gegn kúgun og er það engin tilviljun að þessi yfirskrift varð fyrir valinu í ár. Á tyllidögum eru gjarnan haldnar miklar ræður um að konur hafi það hvergi betra en á Íslandi. Hér hafi konur og karlar jöfn tækifæri skv. lögum, hér ríki (næstum) fullt jafnrétti og gott ef við erum ekki heimsmeistarar í því. Það getur verið gott að draga fram það sem vel gengur og skiljanlega reyna íslensk stjórnvöld að miðla því sem hér hefur verið gert til að vera fyrirmynd meðal þjóða heims. Þetta má þó ekki leiða til þöggunar á þeirri baráttu sem eftir er, því vissulega má og þarf að gera betur. Konur á Íslandi eru svo sannarlega meðvitaðar um að þær hafa það gott samanborið við konur víðsvegar um heiminn enda fá þær að heyra það í hvert skipti sem þær voga sér að berjast fyrir bættum kjörum hér heima. Konur fá líka reglulega að heyra að þær séu ekki að berjast fyrir rétta málefninu og jafnvel þótt þær rambi á rétt málefni eru þær ekki að gera það á réttan hátt, framsetning, málfar eða fas ætti að vera öðruvísi. Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir í kvennabaráttunni. Konur hafa stigið fram á Íslandi eins og víða erlendis og nýtt kvennasamstöðu í ýmsum hópum þjóðfélagsins til að afhjúpa kerfisbundna kúgun sem felst í kynferðislegu ofbeldi og kynbundnu misrétti. Sögurnar eru margar og margvíslegar. Við höfum heyrt sögur af því að konur fái ekki eðlilegan framgang og/eða virðingu vegna kyns síns. Við höfum heyrt sögur af því að konur sitji undir klámtengdri orðræðu sem hvergi ætti að líðast. Við höfum heyrt sögur um snertingar, káf og nauðganir. Þetta eru ekki einstök tilvik. Þetta er kerfisbundið. Þetta er inngróið í menningu okkar og er grasserandi í íslensku samfélagi, óháð öllum heimsmetum í jafnrétti. Konur á Íslandi eru fullkomlega meðvitaðar um að ástandið er verra víða. Sums staðar fá konur ekki einu sinni að vinna. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Konur munu ekki lengur sitja undir því að þær eigi að einbeita sér að öðru, að þær eigi bara að vera duglegri. Konur ætla ekki að láta kúga sig lengur. Konur þurfa frið.Höfundur er formaður SHA og fulltrúi í undirbúningsnefnd 8. mars
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar