Á fertugsafmæli Samtakanna '78 María Helga Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2018 11:39 Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun