

Jafnréttisvæðum borgina!
Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar.
Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum.
Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.
Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar