Styttri vinnuviku og fjölskylduvænna samfélag Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar