Styttri vinnuviku og fjölskylduvænna samfélag Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun