Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Ulrik Wilbek voru engir vinir þegar stormurinn var sem mestur. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira