Námsmatsdagar í þágu nemenda eða kennara? Sólrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2018 11:45 Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar