Námsmatsdagar í þágu nemenda eða kennara? Sólrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2018 11:45 Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir vilja seilast í vinnutíma framhaldsskólakennara, enda eru verkefni framhaldsskólans fjölmörg og takmarkað fjármagn til að leysa þau. Fyrir samningana sem tóku gildi 4. apríl 2014 var vinnutími kennara skipulagður þannig að kennsla var 15 vikur á hverri önn og í lok annar voru 3 vikur í námsmat. Þá var nám til stúdentsprófs í flestum skólum skipulagt sem 8 annir eða fjögur ár. Með breytingu á lögum um framhaldsskóla var hætt að miða við fjölda kennslustunda sem grundvöll fyrir fjölda eininga sem nemandi fékk fyrir hvern áfanga og á nú að miða við þá vinnu sem framhaldsskólanemandi á að inna af hendi til að vinna sér inn tilskilinn fjölda eininga. Þá var nám til stúdentsprófs einnig stytt úr fjórum árum í þrjú. Við þessa kerfisbreytingu þurfti að sjálfsögðu að endurskoða vinnuskilgreininguna sem fól í sér 15 vikur í kennslu og 3 vikur í námsmat. Nokkrir skólar voru þegar búnir að gera samning við ríkið um breytingu á þessu formi. Þeir samningar fólu allir í sér auknar greiðslur til kennara vegna kennslu og styttri námsmatstíma. Þegar vinnumatið var unnið var miðað við óbreytt kerfi, þ.e. sýnidæmin miða við 15 vikna kennslu og flest þeirra við gamla þriggja eininga áfanga. Í flestum skólum voru námsmatsdagarnir notaðir í skipulögð lokapróf. Með því að afnema skilin á milli kennslu og námsmatsdaga var opnað á möguleika skóla til að skipuleggja skólastarf á fjölbreyttan hátt, en það átti ekki verða til þess að fjölga kennsludögum og fækka námsmatsdögum að öðru óbreyttu. Allar meginbreytingar á fyrirkomulagi kennslu þarf að vinnumeta, af kennurum og skólastjórnendum, í sameiningu. Það virðist vera keppikefli margra skólastjórnenda að halda nemendum sem lengst í skólanum undir verkstjórn kennara. Sumir skólameistarar hafa meira að segja gengið svo langt að kalla prófatímabilin tímaeyðslu og taka þannig ekki tillit til þeirrar vinnu sem kennarar leggja af mörkum við gerð og yfirferð prófa. Brögð eru jafnvel að því að kennslustundir hafa verið styttar um örfáar mínútur og þannig gefið rými í vinnumati til að fjölga kennsluvikum. Slíkt samræmist ekki meginmarkmiðum nýs vinnumats enda er ekki tekið tillit til þess að vinna við gerð kennsluáætlana en undirbúningur kennslustunda er ekkert minni, þótt kennslustundir séu lítillega styttar. Rót vandans má líklega rekja til þeirra takmörkuðu fjárheimilda sem framhaldsskólarnir búa við. En framhaldsskólinn hefur búið við alvarlegt fjársvelti um árabil. Í slíku umhverfi er hætt við að fagleg sjónarmið víki fyrir rekstrarlegum. Á meðan ekkert fjármagn er lagt til skólanna, eyrnamerkt vinnumati og breyttu skólastarfi, reyna stjórnendur að láta það fjármagn duga sem þeim er úthlutað. Reiknilíkan framhaldsskólans byggir á gamla kerfinu sem vék við upptöku nýrra laga og nýrrar námskrár. Ef hugmyndin er að fjölga leiðum í námsmati þannig að lokapróf verði ekki ofnotuð, væru námsmatsdagar ekki fullkomnir í það verkefni? Hugmyndin var enda alltaf sú að með því að fella niður skilin á milli kennsludaga og námsmatsdaga mætti dreifa námsmatsdögum um önnina en ekki leggja þá niður. Undirrituð situr í samninganefnd og viðræðunefnd Félags framhaldsskólakennara. Ég tel mikilvægt verkefni í yfirstandandi kjarasamningagerð að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara og standa vörð um þann tíma sem kennarar hafa til að sinna námsmati. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar