Geir: Þetta er bara staðan á okkur í dag og við höfum verk að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2018 19:39 Geir Sveinsson. Vísir/Eyþór Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir. EM 2018 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Geir Sveinsson var ekki ánægður með sitt lið eftir sjö marka tap á móti Evrópumeisturum Þýskalands í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að nýta vel dagana fram að Evrópumótinu í Króatíu og þá sérstaklega til að laga varnarleikinn sinn. „Þetta fór ekki nógu vel hjá okkur í kvöld en það jákvæða sem ég myndi taka út úr leiknum er það að við höfum núna fullt að skoða og fullt að vinna með. Það er betra að það sé að gerast í dag frekar en eftir einhverja daga. Þetta er bara staðan á okkur í dag,“ sagði Geir. „Við vorum að spila á móti feykisterku liði og á þeirra heimavelli. Engu að síður þá er þetta staðan og við verðum að vinna með hana næstu daga,“ sagði Geir. Íslenska liðið var 8-6 yfir í fyrri hálfleik en tapaði lokakafla fyrri hálfleiksins 13-4. „Við erum að byrja vel sóknarlega þar sem við spilum vel og skynsamlega. Við náðum þá að halda löngum sóknum og erum að búa okkur til færi og annað. Vorum bara skynsamir. Svo smátt og smátt fara þeir að herða tökin varnarlega og fá meiri markvörslu heldur en við,“ sagði Geir. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum að fá á okkur 36 mörk og erum aldrei að ná dampi. Við náðum aldrei að sýna okkar andlit varnarlega og það þurfum við klárlega að skoða. Vörnin var engan veginn nógu góð,“ sagði Geir. „Nú eru tæpir tveir sólarhringar í hinn leikinn á móti þeim og við höfum því tíma. Við förum strax að skoða leikinn frá því í kvöld og munum fá heilmikið af upplýsingum út úr því. Síðan verðum við bara að nýta æfinguna vel á morgun. Við þurfum að fara vel yfir það sem við ætlum að laga og breyta varnarlega. Við þurfum að fá það á hreint. Vonandi skilar það sér á sunnudaginn, “ sagði Geir. „Við erum bara lagðir af stað í ferðalag og vissum að það yrði langt og strangt. Við erum að spila þessa leiki til að finna út hvað betur mætti fara. Það er verk að vinna,“ sagði Geir en hvað með sóknarleik liðsins? „Um leið og við fórum að stytta sóknirnar okkur og fórum að taka óskynsamleg ákvarðarnir þá kom það í bakið á okkur. Margt af því sem við vorum að gera gekk ágætlega upp eins og gengur og gerist en annað ekki,“ sagði Geir. „Lið Þjóðverjar er öflugt og með heimsklassamenn í öllum stöðum. Það breytir því þó ekki að við getum gert betur,“ sagði Geir og nú eru bara sjö dagar í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Króatíu. „Það er fáranlega stutt í þetta og við þurfum að nýta tímann vel. Það er gott að þetta var í þeim skilningi ekki alvöru leikur,“ sagði Geir.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira