Menn eru að taka eftir Jóni Axel í marsfárinu | Einn af 10 bestu Evrópumönnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 17:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn