Menn eru að taka eftir Jóni Axel í marsfárinu | Einn af 10 bestu Evrópumönnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 17:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum. Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum.
Körfubolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum