Maðurinn sem sendi Hawaiibúum eldflaugaviðvörunina hefur fengið líflátshótanir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2018 08:42 Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara frá stofnuninni. Starfsmaður bandarískra yfirvalda sem sendi íbúum Hawaii viðvörun um að eldflaug stefndi á eyjarnar um miðjan síðasta mánuð segir að hann hafi á þeim tíma verið sannfærður um að ekki hafi verið um æfingu að ræða. Málið vakti mikla athygli enda héldu margir íbúa Hawaii í heilar 38 mínútur að endalokin væru nærri. Maðurinn sem sendi Hawaii-búum viðvöruna mætti í nafnlaust viðtal hjá sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi þar sem hann sagðist hafa fengið líflátshótanir á síðustu vikum. „Ég gerði bara það sem mér hafði verið kennt að gera,“ sagði maðurinn.Sjá einnig: Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barstÞað var að morgni dags um miðjan síðasta mánuð sem yfirmenn almannavarnayfirvalda á eyjunum ákváðu að standa fyrir æfingu. Ruglingur varð hins vegar um hverjir ættu að taka þátt, en skömmu eftir klukkan átta að morgni fengu starfsmenn skilaboð í síma. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að í upphafi og við lok skilaboðanna var sérstaklega tekið fram: „æfing, æfing, æfing“. Í miðjum skilaboðunum var hins vegar tekið fram að „ekki [væri um] æfingu að ræða“. Starfsmaðurinn segist ekki hafa heyrt að orðið „æfing“ og þegar hann hafi gert sér grein fyrir mistökunum hafi hann helst viljað fela sig undir steini.„Þetta var svakalega erfitt fyrir mig, mikið um tilfinningar,“ segir hann í samtali við NBC.Hefur verið látinn faraFimm aðrir starfsmenn yfirvalda, sem tóku þátt í æfingunni, hafa sagst hafa heyrt að um æfingu væri að ræða og segir í niðurstöðum rannsóknar um málið að umræddur starfsmaður hafi áður mistekið flóðbylgju- og brunaviðvörunaræfingar yfirvalda sem raunverulega atburði. Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara. „Mér þykir mjög leitt, það sem gerðist. Mér líður mjög illa, en ég gerði bara það sem ég taldi rétt þá stundina,“ segir maðurinn. Tengdar fréttir Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00 Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Sá sem gaf út eldflaugaviðvörunina á Hawaii hélt að árás væri yfirvofandi 30. janúar 2018 18:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Starfsmaður bandarískra yfirvalda sem sendi íbúum Hawaii viðvörun um að eldflaug stefndi á eyjarnar um miðjan síðasta mánuð segir að hann hafi á þeim tíma verið sannfærður um að ekki hafi verið um æfingu að ræða. Málið vakti mikla athygli enda héldu margir íbúa Hawaii í heilar 38 mínútur að endalokin væru nærri. Maðurinn sem sendi Hawaii-búum viðvöruna mætti í nafnlaust viðtal hjá sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi þar sem hann sagðist hafa fengið líflátshótanir á síðustu vikum. „Ég gerði bara það sem mér hafði verið kennt að gera,“ sagði maðurinn.Sjá einnig: Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barstÞað var að morgni dags um miðjan síðasta mánuð sem yfirmenn almannavarnayfirvalda á eyjunum ákváðu að standa fyrir æfingu. Ruglingur varð hins vegar um hverjir ættu að taka þátt, en skömmu eftir klukkan átta að morgni fengu starfsmenn skilaboð í síma. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að í upphafi og við lok skilaboðanna var sérstaklega tekið fram: „æfing, æfing, æfing“. Í miðjum skilaboðunum var hins vegar tekið fram að „ekki [væri um] æfingu að ræða“. Starfsmaðurinn segist ekki hafa heyrt að orðið „æfing“ og þegar hann hafi gert sér grein fyrir mistökunum hafi hann helst viljað fela sig undir steini.„Þetta var svakalega erfitt fyrir mig, mikið um tilfinningar,“ segir hann í samtali við NBC.Hefur verið látinn faraFimm aðrir starfsmenn yfirvalda, sem tóku þátt í æfingunni, hafa sagst hafa heyrt að um æfingu væri að ræða og segir í niðurstöðum rannsóknar um málið að umræddur starfsmaður hafi áður mistekið flóðbylgju- og brunaviðvörunaræfingar yfirvalda sem raunverulega atburði. Starfsmaðurinn hefur nú verið látinn fara. „Mér þykir mjög leitt, það sem gerðist. Mér líður mjög illa, en ég gerði bara það sem ég taldi rétt þá stundina,“ segir maðurinn.
Tengdar fréttir Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00 Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Sá sem gaf út eldflaugaviðvörunina á Hawaii hélt að árás væri yfirvofandi 30. janúar 2018 18:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Hvað myndir þú gera ef þú fengir skilaboð um að þú ættir hálftíma eftir ólifaðan? Íbúar Hawaii-ríkis Bandaríkjanna lentu í þessu, eins og frægt er orðið, í síðustu viku. 20. janúar 2018 07:00
Mundi ekki lykilorðið sitt og gat því ekki leiðrétt eldflaugaviðvörun Ríkisstjóri Hawaii vissi að um mistök væri að ræða en það tók meira en hálftíma að leiðrétta það. 23. janúar 2018 15:30
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00