Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:54 Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar