Viljum við byggja 9 milljarða minnismerki um bankahrunið? Björn B. Björnsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar