Viljum við byggja 9 milljarða minnismerki um bankahrunið? Björn B. Björnsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands er hlutafélag í eigu almennings og ber að hafa hagsmuni eigenda sinna í fyrirrúmi. Núverandi stjórnendur bankans hafa því miður misst sjónar á þessari staðreynd við ákvörðun um framtíðarhúsnæði bankans. 1. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að reisa gríðarstóra bankabyggingu á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirhuguð bygging er ferhyrndur steinkassi sem mun skyggja á Hörpu og þrengja að Arnarhóli. Ekki skal efast um þörf fyrir nýjar höfuðstöðvar, en stjórnendur bankans segja sjálfir að nokkrar aðrar lóðir komi til greina. Best færi á að þessi lóð væri lögð undir torg eða almenningsgarð, en ef við viljum byggja þarna hljóta hús fyrir Náttúruminjasafnið, Listaháskólann eða Stjórnarráðið að vera mun framar í röðinni en banki, út frá hagsmunum almennings. 2. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að Landsbankinn byggi miklu stærra hús en hann hefur þörf fyrir. Bankastjórinn segir að störfum í bankanum muni fækka mjög í framtíðinni en sú framtíðarsýn er með öllu gleymd þegar kemur að hönnun á aðalstöðvum bankans upp á 10 þúsund fermetra. Til viðbótar ætlar bankinn að stækka húsið um 6.500 fermetra til að selja eða leigja – í samkeppni við viðskiptavini sína. 3. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að banki í okkar eigu eyði 9 milljörðum í þessa of stóru og of dýru byggingu. Reikna má með að sá hluti húsnæðisins sem bankinn ætlar ekki að nota kosti um 3 milljarða. Ég fullyrði að eigendur bankans vilji frekar nota þá peninga í vegi og spítala en verslanir og veitingahús í miðborg Reykjavíkur. 4. Það þjónar ekki hagsmunum almennings að halda upp á 10 ára afmæli bankahrunsins með því að nota milljarða af almannafé í uppblásna bankabyggingu í miðborginni. Úr því að stjórnendur bankans eru svona úr takti við tímann verðum við að ætlast til þess að fjármálaráðherra – sem fer með hlutabréf bankans í umboði almennings – stoppi þessa vitleysu.Höfundur er áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar