Stóriðjuskóli Norðuráls– gott dæmi um árangursríka símenntun Hörður Baldvinsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Frá árinu 2012 hefur Norðurál á Grundartanga starfrækt stóriðjuskóla sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsfólks og jafnframt að efla starfsánægju og sjálfstraust þess. Skólinn er einn þriggja stóriðjuskóla á landinu, hinir eru reknir af Reyðaráli á Reyðarfirði í samstarfi við Austurbrú og Rio Tinto í Straumsvík í samstarfi við Mími símenntun. Í öllum þessum þremur stóriðjuskólum er kennt samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem kallast “Nám í stóriðju”. Stóriðjuskóli Norðuráls er gott dæmi um vel heppnaða og árangursríka símenntun þar sem kennslan fer að stórum hluta fram innan veggja fyrirtækisins. Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur utan um námið í nánu samstarfi við Norðurál og þannig nýtist vel annars vegar þekking starfsfólks Símenntunarmiðstöðvarinnar og hins vegar fagþekking hjá Norðuráli.Að láta gamlan draum rætast Stóriðjuskólinn er tvískiptur. Annars vegar þriggja anna grunnnám og hins vegar tveggja anna framhaldsnám. Grunnnámið, sem er ætlað ófaglærðu starfsfólki, má meta til allt að 34 eininga í framhaldsskóla. Þeir sem hafa lokið grunnnáminu geta haldið áfram og einnig stendur framhaldsnámið menntuðum iðnaðarmönnum í fyrirtækinu til boða. Í hverjum námshópi eru 15-18 nemendur og hefur reyndin verið sú að meirihluti þeirra sem lýkur grunnnáminu sækist eftir að komast áfram í framhaldsnámið. Almennt hafa nemendur verið afar áhugasamir og eflst á námstímanum. Margir þeirra hafa ekki setið á skólabekk svo árum eða áratugum skiptir, sumir fóru út á vinnumarkaðinn að loknum grunnskóla og luku því ekki framhaldsskóla. Það sama á við um nemendur Stóriðjuskólans og marga nemendur sem sækja sér nám hjá símenntunarmiðstöðvunum; stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að láta slag standa, að skrá sig til náms. Þessi ósýnilegi þröskuldur reynist mörgum erfiður en þegar óttinn við að setjast á skólabekk er að baki eykst sjálfstraustið og gleðin við að hafa látið gamlan draum rætast.Fjölbreytt nám Þó svo að kennt sé samkvæmt sömu námsskrá í stóriðjuskólunum þremur er áherslan í náminu mismunandi og tekur mið af þörfum hvers fyrirtækis. Kennsluefni fyrir Stóriðjuskóla Norðuráls hefur verið lagað að þörfum fyrirtækisins. Dæmi um námskeið í honum má nefna samskipti, stærðfræði, tölvunotkun, vélfræði, eðlisfræði, efnafræði, rafeindafræði, umhverfis- og öryggismál, eldföst efni og gæðastjórnun, stýritækni og vökvatækni. Auk námsins innan veggja Norðuráls fara nemendur í heimsóknir í fyrirtæki, t.d. til birgja Norðuráls til að kynna sér vörur eða búnað sem Norðurál nýtir sér í sinni starfsemi. Kennslan er í höndum fagaðila frá Norðuráli, starfsfólks Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og kennara frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Liður í náminu eru viðtöl náms- og starfsráðgjafa Símenntunarmiðstöðvarinnar við þátttakendur.Fjórðungur nemenda Stóriðjuskóla Norðuráls hefur farið í frekara nám Árangurinn af Stóriðjuskóla Norðuráls er að mínu mati ótvíræður. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan skólinn var settur á stofn hafa um 120 nemendur lokið þar námi. Og það sem ekki síður er ánægjulegt er að fjórðungur nemenda skólans hefur farið í frekara nám – t.d. á námsbrautina Menntastoðir, í framhaldsskóla (iðn- eða bóknám) eða á háskólabrú. Það er því augljóst að Stóriðjuskólinn er ákveðinn stökkpallur til frekara náms. Sú staðreynd að svo margir af útskrifuðum nemendum í Stóriðjuskóla Norðuráls hafa farið í frekara nám segir mér að námið þar hafi án nokkurs vafa ýtt undir áhuga nemenda til þess að halda áfram. Ég tel einnig að þessar tölur gefi skýrt til kynna að markviss símenntun inni í fyrirtækjunum skilar miklum árangri. Reynslan af Stóriðjuskóla Norðuráls undirstrikar að þegar allir þeir sem að málinu koma leggjast á eitt verður útkoman góð fyrir fyrirtækið, starfsfólk þess og þar með samfélagið allt.Höfundur er verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 hefur Norðurál á Grundartanga starfrækt stóriðjuskóla sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsfólks og jafnframt að efla starfsánægju og sjálfstraust þess. Skólinn er einn þriggja stóriðjuskóla á landinu, hinir eru reknir af Reyðaráli á Reyðarfirði í samstarfi við Austurbrú og Rio Tinto í Straumsvík í samstarfi við Mími símenntun. Í öllum þessum þremur stóriðjuskólum er kennt samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem kallast “Nám í stóriðju”. Stóriðjuskóli Norðuráls er gott dæmi um vel heppnaða og árangursríka símenntun þar sem kennslan fer að stórum hluta fram innan veggja fyrirtækisins. Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur utan um námið í nánu samstarfi við Norðurál og þannig nýtist vel annars vegar þekking starfsfólks Símenntunarmiðstöðvarinnar og hins vegar fagþekking hjá Norðuráli.Að láta gamlan draum rætast Stóriðjuskólinn er tvískiptur. Annars vegar þriggja anna grunnnám og hins vegar tveggja anna framhaldsnám. Grunnnámið, sem er ætlað ófaglærðu starfsfólki, má meta til allt að 34 eininga í framhaldsskóla. Þeir sem hafa lokið grunnnáminu geta haldið áfram og einnig stendur framhaldsnámið menntuðum iðnaðarmönnum í fyrirtækinu til boða. Í hverjum námshópi eru 15-18 nemendur og hefur reyndin verið sú að meirihluti þeirra sem lýkur grunnnáminu sækist eftir að komast áfram í framhaldsnámið. Almennt hafa nemendur verið afar áhugasamir og eflst á námstímanum. Margir þeirra hafa ekki setið á skólabekk svo árum eða áratugum skiptir, sumir fóru út á vinnumarkaðinn að loknum grunnskóla og luku því ekki framhaldsskóla. Það sama á við um nemendur Stóriðjuskólans og marga nemendur sem sækja sér nám hjá símenntunarmiðstöðvunum; stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að láta slag standa, að skrá sig til náms. Þessi ósýnilegi þröskuldur reynist mörgum erfiður en þegar óttinn við að setjast á skólabekk er að baki eykst sjálfstraustið og gleðin við að hafa látið gamlan draum rætast.Fjölbreytt nám Þó svo að kennt sé samkvæmt sömu námsskrá í stóriðjuskólunum þremur er áherslan í náminu mismunandi og tekur mið af þörfum hvers fyrirtækis. Kennsluefni fyrir Stóriðjuskóla Norðuráls hefur verið lagað að þörfum fyrirtækisins. Dæmi um námskeið í honum má nefna samskipti, stærðfræði, tölvunotkun, vélfræði, eðlisfræði, efnafræði, rafeindafræði, umhverfis- og öryggismál, eldföst efni og gæðastjórnun, stýritækni og vökvatækni. Auk námsins innan veggja Norðuráls fara nemendur í heimsóknir í fyrirtæki, t.d. til birgja Norðuráls til að kynna sér vörur eða búnað sem Norðurál nýtir sér í sinni starfsemi. Kennslan er í höndum fagaðila frá Norðuráli, starfsfólks Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og kennara frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Liður í náminu eru viðtöl náms- og starfsráðgjafa Símenntunarmiðstöðvarinnar við þátttakendur.Fjórðungur nemenda Stóriðjuskóla Norðuráls hefur farið í frekara nám Árangurinn af Stóriðjuskóla Norðuráls er að mínu mati ótvíræður. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan skólinn var settur á stofn hafa um 120 nemendur lokið þar námi. Og það sem ekki síður er ánægjulegt er að fjórðungur nemenda skólans hefur farið í frekara nám – t.d. á námsbrautina Menntastoðir, í framhaldsskóla (iðn- eða bóknám) eða á háskólabrú. Það er því augljóst að Stóriðjuskólinn er ákveðinn stökkpallur til frekara náms. Sú staðreynd að svo margir af útskrifuðum nemendum í Stóriðjuskóla Norðuráls hafa farið í frekara nám segir mér að námið þar hafi án nokkurs vafa ýtt undir áhuga nemenda til þess að halda áfram. Ég tel einnig að þessar tölur gefi skýrt til kynna að markviss símenntun inni í fyrirtækjunum skilar miklum árangri. Reynslan af Stóriðjuskóla Norðuráls undirstrikar að þegar allir þeir sem að málinu koma leggjast á eitt verður útkoman góð fyrir fyrirtækið, starfsfólk þess og þar með samfélagið allt.Höfundur er verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarstöðva
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar