Komið að úrslitastundinni Hjörvar Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 12:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Gerður Arinbjarnar halda á bikarnum. Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur. Olís-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira