Stuðningur við börn og ungmenni í námi skiptir máli Steinn Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar