Stuðningur við börn og ungmenni í námi skiptir máli Steinn Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar