Spilling á þingi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar