Einlægni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar