Sport

Heimsmeistarar í þriðja sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
mynd/dsí

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr urðu heimsmeistarar í þriðja sinn þegar þau kepptu á WDC AL Open World Champinships mótinu í dansi í París.

Pétur og Polina hrepptu heimsmeistaratitilinn í latin dönsum í flokki U21 en þau kepptu einnig í flokki fullorðinna og urðu þar í 9. - 10. sæti.

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í ballroom dönsum og urðu í 7. sæti í flokki U19, einu sæti frá úrslitunum.

Íslendingar hafa sigrað dansmót á árinu í Kanada, Danmörku, Englandi Ítalíu og Taipei á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.