Trump, Sádar, spilling og FIFA Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Það gekk ýmislegt á hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA á árinu. Heimsmeistaramótið var hin besta skemmtun en ein áhugaverðasta viðureign ársins var þó þegar kosið var um hvort mótið yrði haldið í Marokkó eða Norður-Ameríku árið 2026. Ljóst var að forsvarsmenn FIFA höfðu mikinn áhuga á peningunum sem í boði voru vestanhafs en pólitík leikur sem fyrr lykilhlutverk hjá sambandinu og skiptust aðildarþjóðir í gamalkunnar fylkingar í aðdraganda kjörsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ekki sitt eftir liggja og hótaði að þau lönd sem styddu Marokkó gætu ekki treyst á pólitískan stuðning Bandaríkjanna. Hann braut þar með reglur FIFA sem banna afskipti stjórnmálamanna af slíkum ákvörðunum. Upphlaup hans hafði þó ekki verri afleiðingar en svo að Ameríkuþjóðirnar hlutu 2/3 atkvæða. Knattspyrnuáhugafólk í Tjad og Síerra Leóne var hins vegar ekki jafn heppið þar sem landsliðum þjóðanna var bönnuð þátttaka í alþjóðlegri knattspyrnu á árinu vegna beinna afskipta íþróttamálaráðherra landanna af yfirstjórn knattspyrnumála. En aftur að HM 2026. Áfram hélt farsinn þegar Fatma Diouf Samoura, aðalritari FIFA, var rannsökuð vegna ásakana um alvarlegan hagsmunaárekstur þar sem hún tengdist gömlu Liverpool-kempunni El Hadji Diouf fjölskylduböndum, en hann var erindreki umsóknar Marokkó. Því var haldið fram af blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að samsæriskenningin væri runnin undan rifjum forseta FIFA, Gianni Infantino, sem talið var að styddi umsókn Ameríkuríkjanna. Ekkert varð þó úr málinu þar sem í ljós kom að Samoura og Diouf eru ekki skyld. Hvað sem allri pólitík líður er þó ljóst hvað vó þyngst varðandi valið á milli þessara tveggja umsækjenda. Formaður knattspyrnusambands Bandaríkjanna lofaði FIFA um 1.400 milljarða króna hagnaði vegna mótsins, sem er sambærilegt hagnaði síðustu fjögurra móta til samans. Fyrir þessa upphæð mætti staðgreiða Manchester United, Real Madrid og Barcelona.Tvö ný mót á 3.000 milljarða Fjármunina má nýta í ýmislegt og íburðinn vantar ekki hjá sambandinu. Höfuðstöðvar þess voru dýrari en Harpa, ársþingið kostaði meira en Eurovision og rekstrarkostnaður FIFA-safnsins, sem enginn heimsækir, er meiri en Þjóðminjasafns Íslands. Fjármálaóreiðan hefur verið með hreinum ólíkindum en vegna hagnaðar af heimsmeistaramótum hefur sambandinu þó tekist að safna um 200 milljarða króna varasjóði á undanförnum 16 árum. Það virðist samt vera langt í frá nóg fyrir suma. Infantino forseti þurfti þó að játa sig sigraðan í haust þegar hann var gerður afturreka með hugmyndir að tveimur nýjum mótum á þingi sambandsins. Um var að ræða nýja deildarkeppni landsliða og alþjóðlega útgáfu Meistaradeildarinnar. Ótilgreindur aðili átti að eiga rétt innan við helming mótanna og greiða 3.000 milljarða króna fyrir, andvirði landsframleiðslu Íslands á yfirstandandi ári. Eins ótrúlegt og það hljómar neitaði Infantino að gefa upp hver þessi fjárfestir var en síðar tókst fjölmiðlum að rekja fjármagnið til ríkissjóðs Sádi-Arabíu. Raunar hitti Infantino Mohammed bin Salman, hinn umdeilda krónprins Sáda, þrisvar sinnum á árinu, meðal annars á opnunarleik HM þar sem þeir skemmtu sér konunglega með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eðlilega voru forsvarsmenn UEFA, evrópska aðildarsambands FIFA, ekki hrifnir af þessari beinu samkeppni við arðbærustu mót Evrópu og komu í veg fyrir að eitthvað yrði úr hugmyndum Infantino, í bili að minnsta kosti. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, sagði Infantino blindan af græðgi og sakaði hann um að reyna að selja sál knattspyrnunnar.MOSCOW, RUSSIA - JULY 15: President of Russia Vladimir Putin touches the World Cup trophy as FIFA president Gianni Infantino looks on during the 2018 FIFA World Cup Final between France and Croatia at Luzhniki Stadium on July 15, 2018 in Moscow, Russia. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)Bannað að gagnrýna Rétt eins og undanfarin ár höfðu fjölmiðlar vart undan við að greina frá spillingarmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á árinu, en ólíklegra er þó orðið að meiriháttar breytingar verði innan frá. Sú breyting var nefnilega gerð á siðareglum sambandsins að starfsfólki aðildarsambanda og -félaga er hreinlega bannað að tala illa um sambandið sjálft eða starfsfólk þess, í tengslum við heimsmeistaramót. Það hefur væntanlega verið erfitt fyrir suma að halda í sér þegar fram kom við vitnaleiðslur fyrir dómi í Bandaríkjunum að fyrrverandi forseti argentínska og suðurameríska knattspyrnusambandsins hafi þegið 120 milljónir króna í mútur fyrir að greiða Katar atkvæði í kjöri um staðsetningu HM 2022. Ekki var það skárra þegar fyrrverandi meðlimur FIFA-ráðsins sagðist á dögunum hafa verið boðnir tugir milljóna króna fyrir að greiða Rússum atkvæði sitt vegna mótsins glæsilega sem fram fór í ár. Hátt í 30 áhrifamenn úr knattspyrnuhreyfingunni hafa játað glæpi sína fyrir dómi eftir að rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum hófst um árið, meðal annars fyrrverandi forsetar knattspyrnusambanda en ásakanir um fjármálamisferli ná aftur um áratugi. Segja má að spilling hafi verið svo almenn meðal áhrifamesta fólks alþjóðaknattspyrnunnar að FIFA hafi varla verið viðbjargandi þegar Sepp Blatter hrökklaðist frá völdum með milljarða í vasanum. En er staðan mikið betri í dag? Í forsetatíð Infantino hefur mikið verið rætt um siðbót en þegar hann var sjálfur undir smásjá siðanefndar sambandsins í fyrra leysti hann nefndina upp að fullu. Nýr meðlimur nefndarinnar, Sundra Rajoo, var handtekinn af yfirvöldum í Malasíu í nóvember vegna gruns um spillingu. Hann sagði sig í kjölfarið frá störfum fyrir nefndina. FIFA hagnaðist um 400 milljarða króna á HM í Rússlandi. Það er því eitthvað til í buddunni til að halda jólin hátíðleg. Draugar liðinna spillingarmála munu eflaust banka upp á í höfuðstöðvunum á jólanótt, en það er svo sem nóg til fyrir þá líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það gekk ýmislegt á hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA á árinu. Heimsmeistaramótið var hin besta skemmtun en ein áhugaverðasta viðureign ársins var þó þegar kosið var um hvort mótið yrði haldið í Marokkó eða Norður-Ameríku árið 2026. Ljóst var að forsvarsmenn FIFA höfðu mikinn áhuga á peningunum sem í boði voru vestanhafs en pólitík leikur sem fyrr lykilhlutverk hjá sambandinu og skiptust aðildarþjóðir í gamalkunnar fylkingar í aðdraganda kjörsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ekki sitt eftir liggja og hótaði að þau lönd sem styddu Marokkó gætu ekki treyst á pólitískan stuðning Bandaríkjanna. Hann braut þar með reglur FIFA sem banna afskipti stjórnmálamanna af slíkum ákvörðunum. Upphlaup hans hafði þó ekki verri afleiðingar en svo að Ameríkuþjóðirnar hlutu 2/3 atkvæða. Knattspyrnuáhugafólk í Tjad og Síerra Leóne var hins vegar ekki jafn heppið þar sem landsliðum þjóðanna var bönnuð þátttaka í alþjóðlegri knattspyrnu á árinu vegna beinna afskipta íþróttamálaráðherra landanna af yfirstjórn knattspyrnumála. En aftur að HM 2026. Áfram hélt farsinn þegar Fatma Diouf Samoura, aðalritari FIFA, var rannsökuð vegna ásakana um alvarlegan hagsmunaárekstur þar sem hún tengdist gömlu Liverpool-kempunni El Hadji Diouf fjölskylduböndum, en hann var erindreki umsóknar Marokkó. Því var haldið fram af blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að samsæriskenningin væri runnin undan rifjum forseta FIFA, Gianni Infantino, sem talið var að styddi umsókn Ameríkuríkjanna. Ekkert varð þó úr málinu þar sem í ljós kom að Samoura og Diouf eru ekki skyld. Hvað sem allri pólitík líður er þó ljóst hvað vó þyngst varðandi valið á milli þessara tveggja umsækjenda. Formaður knattspyrnusambands Bandaríkjanna lofaði FIFA um 1.400 milljarða króna hagnaði vegna mótsins, sem er sambærilegt hagnaði síðustu fjögurra móta til samans. Fyrir þessa upphæð mætti staðgreiða Manchester United, Real Madrid og Barcelona.Tvö ný mót á 3.000 milljarða Fjármunina má nýta í ýmislegt og íburðinn vantar ekki hjá sambandinu. Höfuðstöðvar þess voru dýrari en Harpa, ársþingið kostaði meira en Eurovision og rekstrarkostnaður FIFA-safnsins, sem enginn heimsækir, er meiri en Þjóðminjasafns Íslands. Fjármálaóreiðan hefur verið með hreinum ólíkindum en vegna hagnaðar af heimsmeistaramótum hefur sambandinu þó tekist að safna um 200 milljarða króna varasjóði á undanförnum 16 árum. Það virðist samt vera langt í frá nóg fyrir suma. Infantino forseti þurfti þó að játa sig sigraðan í haust þegar hann var gerður afturreka með hugmyndir að tveimur nýjum mótum á þingi sambandsins. Um var að ræða nýja deildarkeppni landsliða og alþjóðlega útgáfu Meistaradeildarinnar. Ótilgreindur aðili átti að eiga rétt innan við helming mótanna og greiða 3.000 milljarða króna fyrir, andvirði landsframleiðslu Íslands á yfirstandandi ári. Eins ótrúlegt og það hljómar neitaði Infantino að gefa upp hver þessi fjárfestir var en síðar tókst fjölmiðlum að rekja fjármagnið til ríkissjóðs Sádi-Arabíu. Raunar hitti Infantino Mohammed bin Salman, hinn umdeilda krónprins Sáda, þrisvar sinnum á árinu, meðal annars á opnunarleik HM þar sem þeir skemmtu sér konunglega með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eðlilega voru forsvarsmenn UEFA, evrópska aðildarsambands FIFA, ekki hrifnir af þessari beinu samkeppni við arðbærustu mót Evrópu og komu í veg fyrir að eitthvað yrði úr hugmyndum Infantino, í bili að minnsta kosti. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, sagði Infantino blindan af græðgi og sakaði hann um að reyna að selja sál knattspyrnunnar.MOSCOW, RUSSIA - JULY 15: President of Russia Vladimir Putin touches the World Cup trophy as FIFA president Gianni Infantino looks on during the 2018 FIFA World Cup Final between France and Croatia at Luzhniki Stadium on July 15, 2018 in Moscow, Russia. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)Bannað að gagnrýna Rétt eins og undanfarin ár höfðu fjölmiðlar vart undan við að greina frá spillingarmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á árinu, en ólíklegra er þó orðið að meiriháttar breytingar verði innan frá. Sú breyting var nefnilega gerð á siðareglum sambandsins að starfsfólki aðildarsambanda og -félaga er hreinlega bannað að tala illa um sambandið sjálft eða starfsfólk þess, í tengslum við heimsmeistaramót. Það hefur væntanlega verið erfitt fyrir suma að halda í sér þegar fram kom við vitnaleiðslur fyrir dómi í Bandaríkjunum að fyrrverandi forseti argentínska og suðurameríska knattspyrnusambandsins hafi þegið 120 milljónir króna í mútur fyrir að greiða Katar atkvæði í kjöri um staðsetningu HM 2022. Ekki var það skárra þegar fyrrverandi meðlimur FIFA-ráðsins sagðist á dögunum hafa verið boðnir tugir milljóna króna fyrir að greiða Rússum atkvæði sitt vegna mótsins glæsilega sem fram fór í ár. Hátt í 30 áhrifamenn úr knattspyrnuhreyfingunni hafa játað glæpi sína fyrir dómi eftir að rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum hófst um árið, meðal annars fyrrverandi forsetar knattspyrnusambanda en ásakanir um fjármálamisferli ná aftur um áratugi. Segja má að spilling hafi verið svo almenn meðal áhrifamesta fólks alþjóðaknattspyrnunnar að FIFA hafi varla verið viðbjargandi þegar Sepp Blatter hrökklaðist frá völdum með milljarða í vasanum. En er staðan mikið betri í dag? Í forsetatíð Infantino hefur mikið verið rætt um siðbót en þegar hann var sjálfur undir smásjá siðanefndar sambandsins í fyrra leysti hann nefndina upp að fullu. Nýr meðlimur nefndarinnar, Sundra Rajoo, var handtekinn af yfirvöldum í Malasíu í nóvember vegna gruns um spillingu. Hann sagði sig í kjölfarið frá störfum fyrir nefndina. FIFA hagnaðist um 400 milljarða króna á HM í Rússlandi. Það er því eitthvað til í buddunni til að halda jólin hátíðleg. Draugar liðinna spillingarmála munu eflaust banka upp á í höfuðstöðvunum á jólanótt, en það er svo sem nóg til fyrir þá líka.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun