Lífið

Leiklesturinn í Borgarleikhúsinu í heild sinni: Samtalið á Klaustri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þær Edda Björg Eyjólfsdóttir , Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina í samtalinu.
Þær Edda Björg Eyjólfsdóttir , Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina í samtalinu.
Á mánudagskvöld leiklas leikhópur Borgarleikhússins hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. 

*Uppfært: Leiklestrinum er lokið en horfa má á útsendinguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan*

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu en eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu daga.

Edda Björg Eyjólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og leikarinn Hilmar Guðjónsson talar fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum.

Hér að neðan má sjá útsendinguna frá Borgarleikhúsinu í heild sinni.

Pallborðsumræður voru haldnar í kjölfar leiklestursins. Haukur Ingi Jónasson, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrði umræðunum. Þátttakendur voru þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á Stundinni, Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur, rithöfundur og fyrrverandi Alþingismaður, Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Bjarni Jónsson sem starfaði sem framkvæmdastjóri Siðmenntar um árabil og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona.



Klippa: Samtalið á Klaustri - Leiklestur í Borgarleikhúsinu







Fleiri fréttir

Sjá meira


×