Handbolti

Segist eiga inni laun en formaður Hauka neitar: „Viðbjóður og lygar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Turið í leik með Haukum.
Turið í leik með Haukum. vísir/bára
Í gær birtist frétt á vefmiðlinum in.fo en miðillinn greindi frá því að vinstri hornamaðurinn Turið Arge Samuelsen hafi yfirgefið Hauka í Olís-deild kvenna.

Útskýringin sem Turið gaf miðlinum var sú að hún hafi ekki getað lifað á Íslandi vegna vangoldinna launa og yfirgaf því liðið þar sem hún hafði ekki fengið greitt það sem um var samið.

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir þetta af og frá í samtali við Sindra Sverrisson á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi. Þar segir Þorgeir meðal annars:

„Þetta er mesti viðbjóður og lyg­ar sem sagðar hafa verið um okk­ur, því við höf­um staðið við hvert ein­asta atriði og greitt hverja ein­ustu krónu á ná­kvæm­lega þeim degi sem átti að greiða, og jafn­vel fyrr í eitt skiptið vegna pen­inga­skorts hjá henni,“ sagði Þorgeir í viðtalinu.

Hann segir einnig að það hafi verið hún sem hafi ekki staðið við samninginn því hún hafi ekki mætt á eina æfingu hjá þriðja flokki kvenna en Turið átti þar að vera aðstoðarþjálfari.

Þorgeir bætir því við gamla knattspyrnukempan, Uni Arge, sem lék meðal annars með ÍA og Leiftri á seint á síðustu öld, hafi verið maðurinn á bakvið þetta vesen en Uni er er faðir Turið.

„Við erum svo brjáluð yfir þessu. Pabbi henn­ar, hann Uni, hef­ur staðið á bakvið þetta allt sam­an og þetta er það alljót­asta sem ég hef átt við. Hrein og klár lygi,“ segir Þorgeir í samtali við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×