Handbolti

Segist eiga inni laun en formaður Hauka neitar: „Viðbjóður og lygar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Turið í leik með Haukum.
Turið í leik með Haukum. vísir/bára

Í gær birtist frétt á vefmiðlinum in.fo en miðillinn greindi frá því að vinstri hornamaðurinn Turið Arge Samuelsen hafi yfirgefið Hauka í Olís-deild kvenna.

Útskýringin sem Turið gaf miðlinum var sú að hún hafi ekki getað lifað á Íslandi vegna vangoldinna launa og yfirgaf því liðið þar sem hún hafði ekki fengið greitt það sem um var samið.

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir þetta af og frá í samtali við Sindra Sverrisson á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi. Þar segir Þorgeir meðal annars:

„Þetta er mesti viðbjóður og lyg­ar sem sagðar hafa verið um okk­ur, því við höf­um staðið við hvert ein­asta atriði og greitt hverja ein­ustu krónu á ná­kvæm­lega þeim degi sem átti að greiða, og jafn­vel fyrr í eitt skiptið vegna pen­inga­skorts hjá henni,“ sagði Þorgeir í viðtalinu.

Hann segir einnig að það hafi verið hún sem hafi ekki staðið við samninginn því hún hafi ekki mætt á eina æfingu hjá þriðja flokki kvenna en Turið átti þar að vera aðstoðarþjálfari.

Þorgeir bætir því við gamla knattspyrnukempan, Uni Arge, sem lék meðal annars með ÍA og Leiftri á seint á síðustu öld, hafi verið maðurinn á bakvið þetta vesen en Uni er er faðir Turið.

„Við erum svo brjáluð yfir þessu. Pabbi henn­ar, hann Uni, hef­ur staðið á bakvið þetta allt sam­an og þetta er það alljót­asta sem ég hef átt við. Hrein og klár lygi,“ segir Þorgeir í samtali við Morgunblaðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.