Patrekur um Hauk: Margt búið að gerast í lífi hans á einu ári Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 21:40 Patrekur var ánægður í kvöld eftir mikilvæg tvö stig. vísir/ernir „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00