Á þjóðin að hafa eitthvað um það að segja þegar náttúruperlur eru seldar erlendum fjárfestum? Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar