„Láttu okkur fá það óþvegið!“ Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar