Útrunninn hugsunarháttur Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir skrifar 23. nóvember 2018 08:57 Undanfarið hefur femínismi og femínistar verið mikið í umræðunni. Áhrif femínista á nútímasamfélag og hvort áhrifin séu jákvæð yfir höfuð. Sjálf kalla ég mig femínista og fann mig knúna til þess að skrifa aðeins um mína sýn sem femínisti. Það voru tvær fréttir, sem birtust báðar á DV, sem stungu mig sérstaklega. Önnur fjallaði um að jafnréttisbaráttan væri að gera karlmenn of mjúka á meðan hin sagði að femínistar væru að banna körlum að sýna tilfinningar sínar. Ásakanirnar eru hreinar andstæður og í raun sína hve lítil vinna er lögð í að kynna sér hvort þær eigi við nokkur rök að styðjast. Þær eiga það þó sameiginlegt að kenna femínistum um. Hugtakið femínismi fellur undir hugtakið jafnréttissinni. Jafnréttissinni vill jafnrétti fyrir alla hópa samfélagsins óháð kyni, fötlun, kynþætti o.s.frv. Femínismi er sem sagt einn af undirliðum jafnréttissinna og leggur áherslu á jafnrétti kynjanna. Femíniska byltingin byrjaði jú á því að konur börðust fyrir því að fá sömu réttindi og karlar höfðu. Margir femínistar í heiminum hafa ekki tækifæri til að koma saman, bera saman bækur sínar og ræða málin. Einnig er menningin og meira að segja lög yfir höfuð misjöfn eftir löndum og jafnvel bæjarfélögum og því geta ekki allir verið sammála um allt. Það hafa því allir sínar eigin hugmyndir um hvaða málefni sé mikilvægast og ætti að vera áherslumál femínisma. Það eina sem allir femínistar þurfa að vera sammála um er að jafnrétti kynjanna sé númer 1, 2 og 3. Þess vegna sárnar mér svo þegar ég les greinar sem halda því fram að femínsmi í dag snúist um það að drulla yfir karlmenn. Það að einhver sjái fyrir sér kvenkyns femínista sem hefur þörf fyrir að rakka niður karlmenn til þess eins að upphefja okkur kvenmenn er algjörlega í þversögn við það sem femínismi snýst um. Femínistar eru af báðum kynjum og margir karlkyns femínistar berjast ötullega fyrir jafnrétti. Í báðum greinunum var vísað í hugarfar sem getur ekki verið hugarfar femínista. Því líkt og ég nefndi snýst femínismi um jafnrétti. Ég er sjálf femínisti og þessi lýsing gæti ekki verið lengra frá hugsunarhætti mínum og vina minna sem skilgreina sig líka sem femínista. Ég er femínisti vegna þess að: • Ég vil fá sömu laun fyrir sömu vinnu • Ég vil að mín rödd sé tekin jafn alvarlega og rödd karlmanns • Ég vil ráða yfir eigin líkama • Ég vil ekki þurfa að vera hrædd við það að labba ein heim af djamminu eða þurfa að passa sérstaklega upp á drykkinn minn. • Ég vil að litli bróðir minn alist upp í þeim heimi þar sem honum líður vel og þar sem hann getur tjáð tilfinningar sínar eins og hver annar án þess að vera kallaður „kerling“ Þær konur sem hafa verið kallaðar öfga femínsitar og eru að rakka niður karlmenn eru ekki femínistar. Í rauninni eru þær ekki heldur öfga femínsitar því það er ekki hægt að fara út í öfgar þegar kemur að jafnrétti. Það getur aldrei verið of mikið af jafnrétti. Þær konur ættu því að vera kallaðar kvenrembur eða eitthvað álíka en ekki öfga femínistar. Ef öfga femínisti væri hugtak þá ætti heldur ekki að segja að allir femínistar væru öfga femínistar því þetta er ekki sama hugtakið og er ekki skilgreint á sama hátt. Að lítill strákur eigi erfitt með að tjá tilfinngar sínar er hræðilegt. Að geta talað um það hvernig manni líður ætti alltaf að vera sjálfsagt mál. Það er ekki einhver stór femínisti sem labbar um bæinn og bannar strákum að tjá tilfinningar sínar. Það er samfélagið sem hefur mótað hugsunarhátt okkar og við höfum leyft því að gerast alltof lengi. Þetta er ekki femínistum að kenna og það er fáranlegt að kenna þeim um. Þá að auglýsingarherferð UN Women. Þeirra markmið var ekki að segja eins sorglega sögu og þau gætu til þess að fá karlmenn til að gráta. Það gæti ekki verið fjarri sannleikanum! Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi, sagan var aðalmálið. Það voru ekki femínistar né UN Women sem voru að vekja athygli á þeirri staðfreynd að karlmaður hafi grátið heldur voru það Fréttamiðlar sem fjölluðu þannig um auglýsinguna. Það voru femínistar sem gagnrýndu það hvernig fréttamiðlar náðu að snúa þessu upp og börðust fyrir því að láta breyta nafni greinnarinnar sem var birt um herferðina. Því jú aðalmálið var ekki að ungur rappari hafi farið að gráta. Það ætti því ekki að kenna femínistum eða UN Women um heldur fréttamiðlum og þá hugarfari samfélagsins. Markmið fréttamiðla er að fá sem flest „klikk“ og þá skrifa þeir væntanlega um það sem mun fá flest „klikk“ frá samfélaginu, s.s. okkur öllum! Ekki bara femínistum. Birt var önnur Grein á DV þar sem kemur fram að það sé sexý að karlar splæsi í dinner eða að karlmenn séu alltof mótaðir af jafnréttisbaráttunni og orðnir svo miklar kerlingar. Bara að skrifa það og birta þetta í fréttablaði hefur slæm áhrif á samfélagið okkar. Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að við ættum að kenna samfélaginu okkar um en ekki femínistum. Það að við leyfum birtingu á efni þar sem talað er á móti þeim karlmönnum sem þora að tjá tilfinningar sínar og þeir kallaðir kerlingar á niðurlægandi hátt er aldrei í lagi! Jafnréttisbaráttan fer miklu dýpra en það eitt að berjast fyrir því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Ókei, þér finnst sexý að karlinn splæsi í dinner þegar farið er á stefnumót en hvað með þegar kona vill bjóða karlmanni á deit? Eða hvað með samkynhneigðar konur sem eru ekki að fara á deit með karlmönnum? Þetta er ósköp einfalt mál. Jafnrétti á launamarkaði ætti alltaf að vera sjálfsagður hlutur. Að femínistum sé kennt um að eyðileggja karlmennskuna, gera karlmenn of mjúka, að hindra karlmenn í að tjá tilfinningar sínar og vera ástæða þess að karlmönnum líði eins og að þeir megi ekki gráta eru hreinlega ótrúlegar ásakanir á femínista. Ég vona að þessar ásakanir sem birtust í tveimur mismunandi greinum í byrjun nóvember hafi ekki slæm áhrif á hugsunarhátt fólks gagnvart femínistum eða jafnrétti. Ég hef fulla trú á samfélaginu að leiðrétta þessar ranghugmyndir og vona að fjölmiðlafólk vandi sig betur við hvaða efni þeir ákveða að birta í fjölmiðlum sínum. Því við berum öll ábyrgð á því hvaða skilaboð við sendum út í heiminn. Mér persónulega finnst geggjað sexý þegar strákar geta talað um tilfiningar sínar og í rauninni er ekki til hugrakkari karlmaður en sá sem þorir að tala óhræddur um tilfinningar sínar. Með þessari grein er ég ekki að segja að strákar megi ekki lengur bjóða stelpu á deit og borga fyrir matinn. Þvert á móti finnst mér eins og svo mörgum öðrum gaman þegar dekrað er svolítið við mann. En ég vil líka geta boðið strák út að borða án þess að vera hrædd um að særa karlmannsstoltið eða brjóta einhverjar óskrifaðar reglur í hugsunarhætti samfélagsins. Strákum finnst klárlega jafn skemmtilegt og stelpum að láta dekra við sig. Í hinu fullkomna samfélagi ætti ekki að þurfa lög um kynjakvóta á vinnustað eða lög um launajafnrétti því það væri sjálfgefið að aðilinn sem væri hæfastur í starfið fengi starfið og að fólk fengi sömu launaupphæð fyrir sömu vinnu.Höfundur: Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir samfélagsmiðlastýra femínistafélags Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur femínismi og femínistar verið mikið í umræðunni. Áhrif femínista á nútímasamfélag og hvort áhrifin séu jákvæð yfir höfuð. Sjálf kalla ég mig femínista og fann mig knúna til þess að skrifa aðeins um mína sýn sem femínisti. Það voru tvær fréttir, sem birtust báðar á DV, sem stungu mig sérstaklega. Önnur fjallaði um að jafnréttisbaráttan væri að gera karlmenn of mjúka á meðan hin sagði að femínistar væru að banna körlum að sýna tilfinningar sínar. Ásakanirnar eru hreinar andstæður og í raun sína hve lítil vinna er lögð í að kynna sér hvort þær eigi við nokkur rök að styðjast. Þær eiga það þó sameiginlegt að kenna femínistum um. Hugtakið femínismi fellur undir hugtakið jafnréttissinni. Jafnréttissinni vill jafnrétti fyrir alla hópa samfélagsins óháð kyni, fötlun, kynþætti o.s.frv. Femínismi er sem sagt einn af undirliðum jafnréttissinna og leggur áherslu á jafnrétti kynjanna. Femíniska byltingin byrjaði jú á því að konur börðust fyrir því að fá sömu réttindi og karlar höfðu. Margir femínistar í heiminum hafa ekki tækifæri til að koma saman, bera saman bækur sínar og ræða málin. Einnig er menningin og meira að segja lög yfir höfuð misjöfn eftir löndum og jafnvel bæjarfélögum og því geta ekki allir verið sammála um allt. Það hafa því allir sínar eigin hugmyndir um hvaða málefni sé mikilvægast og ætti að vera áherslumál femínisma. Það eina sem allir femínistar þurfa að vera sammála um er að jafnrétti kynjanna sé númer 1, 2 og 3. Þess vegna sárnar mér svo þegar ég les greinar sem halda því fram að femínsmi í dag snúist um það að drulla yfir karlmenn. Það að einhver sjái fyrir sér kvenkyns femínista sem hefur þörf fyrir að rakka niður karlmenn til þess eins að upphefja okkur kvenmenn er algjörlega í þversögn við það sem femínismi snýst um. Femínistar eru af báðum kynjum og margir karlkyns femínistar berjast ötullega fyrir jafnrétti. Í báðum greinunum var vísað í hugarfar sem getur ekki verið hugarfar femínista. Því líkt og ég nefndi snýst femínismi um jafnrétti. Ég er sjálf femínisti og þessi lýsing gæti ekki verið lengra frá hugsunarhætti mínum og vina minna sem skilgreina sig líka sem femínista. Ég er femínisti vegna þess að: • Ég vil fá sömu laun fyrir sömu vinnu • Ég vil að mín rödd sé tekin jafn alvarlega og rödd karlmanns • Ég vil ráða yfir eigin líkama • Ég vil ekki þurfa að vera hrædd við það að labba ein heim af djamminu eða þurfa að passa sérstaklega upp á drykkinn minn. • Ég vil að litli bróðir minn alist upp í þeim heimi þar sem honum líður vel og þar sem hann getur tjáð tilfinningar sínar eins og hver annar án þess að vera kallaður „kerling“ Þær konur sem hafa verið kallaðar öfga femínsitar og eru að rakka niður karlmenn eru ekki femínistar. Í rauninni eru þær ekki heldur öfga femínsitar því það er ekki hægt að fara út í öfgar þegar kemur að jafnrétti. Það getur aldrei verið of mikið af jafnrétti. Þær konur ættu því að vera kallaðar kvenrembur eða eitthvað álíka en ekki öfga femínistar. Ef öfga femínisti væri hugtak þá ætti heldur ekki að segja að allir femínistar væru öfga femínistar því þetta er ekki sama hugtakið og er ekki skilgreint á sama hátt. Að lítill strákur eigi erfitt með að tjá tilfinngar sínar er hræðilegt. Að geta talað um það hvernig manni líður ætti alltaf að vera sjálfsagt mál. Það er ekki einhver stór femínisti sem labbar um bæinn og bannar strákum að tjá tilfinningar sínar. Það er samfélagið sem hefur mótað hugsunarhátt okkar og við höfum leyft því að gerast alltof lengi. Þetta er ekki femínistum að kenna og það er fáranlegt að kenna þeim um. Þá að auglýsingarherferð UN Women. Þeirra markmið var ekki að segja eins sorglega sögu og þau gætu til þess að fá karlmenn til að gráta. Það gæti ekki verið fjarri sannleikanum! Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi, sagan var aðalmálið. Það voru ekki femínistar né UN Women sem voru að vekja athygli á þeirri staðfreynd að karlmaður hafi grátið heldur voru það Fréttamiðlar sem fjölluðu þannig um auglýsinguna. Það voru femínistar sem gagnrýndu það hvernig fréttamiðlar náðu að snúa þessu upp og börðust fyrir því að láta breyta nafni greinnarinnar sem var birt um herferðina. Því jú aðalmálið var ekki að ungur rappari hafi farið að gráta. Það ætti því ekki að kenna femínistum eða UN Women um heldur fréttamiðlum og þá hugarfari samfélagsins. Markmið fréttamiðla er að fá sem flest „klikk“ og þá skrifa þeir væntanlega um það sem mun fá flest „klikk“ frá samfélaginu, s.s. okkur öllum! Ekki bara femínistum. Birt var önnur Grein á DV þar sem kemur fram að það sé sexý að karlar splæsi í dinner eða að karlmenn séu alltof mótaðir af jafnréttisbaráttunni og orðnir svo miklar kerlingar. Bara að skrifa það og birta þetta í fréttablaði hefur slæm áhrif á samfélagið okkar. Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að við ættum að kenna samfélaginu okkar um en ekki femínistum. Það að við leyfum birtingu á efni þar sem talað er á móti þeim karlmönnum sem þora að tjá tilfinningar sínar og þeir kallaðir kerlingar á niðurlægandi hátt er aldrei í lagi! Jafnréttisbaráttan fer miklu dýpra en það eitt að berjast fyrir því að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Ókei, þér finnst sexý að karlinn splæsi í dinner þegar farið er á stefnumót en hvað með þegar kona vill bjóða karlmanni á deit? Eða hvað með samkynhneigðar konur sem eru ekki að fara á deit með karlmönnum? Þetta er ósköp einfalt mál. Jafnrétti á launamarkaði ætti alltaf að vera sjálfsagður hlutur. Að femínistum sé kennt um að eyðileggja karlmennskuna, gera karlmenn of mjúka, að hindra karlmenn í að tjá tilfinningar sínar og vera ástæða þess að karlmönnum líði eins og að þeir megi ekki gráta eru hreinlega ótrúlegar ásakanir á femínista. Ég vona að þessar ásakanir sem birtust í tveimur mismunandi greinum í byrjun nóvember hafi ekki slæm áhrif á hugsunarhátt fólks gagnvart femínistum eða jafnrétti. Ég hef fulla trú á samfélaginu að leiðrétta þessar ranghugmyndir og vona að fjölmiðlafólk vandi sig betur við hvaða efni þeir ákveða að birta í fjölmiðlum sínum. Því við berum öll ábyrgð á því hvaða skilaboð við sendum út í heiminn. Mér persónulega finnst geggjað sexý þegar strákar geta talað um tilfiningar sínar og í rauninni er ekki til hugrakkari karlmaður en sá sem þorir að tala óhræddur um tilfinningar sínar. Með þessari grein er ég ekki að segja að strákar megi ekki lengur bjóða stelpu á deit og borga fyrir matinn. Þvert á móti finnst mér eins og svo mörgum öðrum gaman þegar dekrað er svolítið við mann. En ég vil líka geta boðið strák út að borða án þess að vera hrædd um að særa karlmannsstoltið eða brjóta einhverjar óskrifaðar reglur í hugsunarhætti samfélagsins. Strákum finnst klárlega jafn skemmtilegt og stelpum að láta dekra við sig. Í hinu fullkomna samfélagi ætti ekki að þurfa lög um kynjakvóta á vinnustað eða lög um launajafnrétti því það væri sjálfgefið að aðilinn sem væri hæfastur í starfið fengi starfið og að fólk fengi sömu launaupphæð fyrir sömu vinnu.Höfundur: Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir samfélagsmiðlastýra femínistafélags Menntaskólans á Akureyri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun