Handbolti

B-landsliðið tapaði með átta mörkum gegn Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karen Helga skoraði tvö mörk í dag.
Karen Helga skoraði tvö mörk í dag. vísir/ernir
B-landsliðið Íslands í handbolta kvenna tapaði með átta mörkum, 25-17, fyrir Færeyjum í vináttulandsleik en leikið var í Mýrinni í dag.

Ísland var þremur mörkum udir í hálfleik 12-9 og lærimeyjar Ágúst Jóhannssonar í Færeyjum hertu tökin í síðari hálfleik og unnu öruggan átta marka sigur.

Markahæst íslenska liðsins var Stefanía Theódórsdóttir með þrjú mörk en fimm leikmenn skoruðu tvö mörk. Alls komust tíu leikmenn á blað fyrir Ísland en liðinu stýrir Rakel Dögg Bragadóttir.

Í liði Hauka var það Kristianna Henneberg sem var markahæst með sex mörk en Haukastúlkan Turid Arge skoraði eitt mark.

Liðin mætast aftur á morgun en aftur er leikið í Mýrinni og hefjast leikar klukkan 16.00.

Mörk Íslands: Stefanía Theódórsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×