Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Arnar Helgi Magnússon skrifar 24. nóvember 2018 20:02 Patrekur er stoltur. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu” Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30