Afturhald Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun