Körfuboltakvöld: Gunnar Ólafsson er að koma Fannari á óvart Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 17. nóvember 2018 13:00 Gunnar hefur verið öflugur í liði Keflvíkinga vf.is Gunnar Ólafsson hefur byrjað leiktíðina vel fyrir Keflavík í Dominos-deildinni en hann snéri aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í bandaríska háskólaboltanum. Gunnar var til umræðu hjá sérfræðingunum í Körfuboltakvöldið en Fannar Ólafsson er ákaflega hrifinn af honum. „Eins og ég sagði einhvern tímann um daginn, þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Hann hafði verið í háskóla úti. Talandi um að vera tilbúinn í að spila þennan leik, talandi um að vera með góðan grunn, talandi um að vera alltaf á fullu. Það er svo mikið varið í þennan strák. Hann er ofboðslega góður, kom mér rosalega á óvart. Hann er nautsterkur og með bullandi sjálfstraust,“ sagði Fannar. Gunnar átti flottan leik í tveggja stiga sigri Keflavíkur á Skallagrím en hann skoraði 20 stig. „Hann var ekkert að hitta sérstaklega í þessum leik en hann er samt með 20 stig og varnarleikurinn sem hann spilar og annað slíkt. Orkan sem kemur frá honum líka,“ sagði Hermann Hauksson um Gunnar. Gunnar lék með St. Francis háskólanum síðastliðin fjögur ár en hann fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi þar. „Maður sá það alveg áður en hann fór frá landi að þetta var hæfileikaríkur strákur. Hæfileikarnir voru alveg til. En svo fer hann út í fjögur ár og fær mismikið spil, oft mikið minna en hann þurfti. En hann þraukaði í fjögur ár,“ bætti Hermann við. „Þú ert að æfa með ofboðslega öflugum leikmönnum í góðum skóla. Hann bætti sig og hann kyngdi því. Ég er mjög hrifinn af honum," sagði Fannar. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Gunnar Ólafsson hefur byrjað leiktíðina vel fyrir Keflavík í Dominos-deildinni en hann snéri aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í bandaríska háskólaboltanum. Gunnar var til umræðu hjá sérfræðingunum í Körfuboltakvöldið en Fannar Ólafsson er ákaflega hrifinn af honum. „Eins og ég sagði einhvern tímann um daginn, þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Hann hafði verið í háskóla úti. Talandi um að vera tilbúinn í að spila þennan leik, talandi um að vera með góðan grunn, talandi um að vera alltaf á fullu. Það er svo mikið varið í þennan strák. Hann er ofboðslega góður, kom mér rosalega á óvart. Hann er nautsterkur og með bullandi sjálfstraust,“ sagði Fannar. Gunnar átti flottan leik í tveggja stiga sigri Keflavíkur á Skallagrím en hann skoraði 20 stig. „Hann var ekkert að hitta sérstaklega í þessum leik en hann er samt með 20 stig og varnarleikurinn sem hann spilar og annað slíkt. Orkan sem kemur frá honum líka,“ sagði Hermann Hauksson um Gunnar. Gunnar lék með St. Francis háskólanum síðastliðin fjögur ár en hann fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi þar. „Maður sá það alveg áður en hann fór frá landi að þetta var hæfileikaríkur strákur. Hæfileikarnir voru alveg til. En svo fer hann út í fjögur ár og fær mismikið spil, oft mikið minna en hann þurfti. En hann þraukaði í fjögur ár,“ bætti Hermann við. „Þú ert að æfa með ofboðslega öflugum leikmönnum í góðum skóla. Hann bætti sig og hann kyngdi því. Ég er mjög hrifinn af honum," sagði Fannar.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira