Allir að róa sig Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun