Handbolti

Reyndi að spila án þess að vita að hún væri ristarbrotin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor með félögum sínum í Framliðinu.
Karen Knútsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor með félögum sínum í Framliðinu. Vísir/Vilhelm

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik á árinu 2018 og mun því missa af mikilvægum leikjum landsliðsins í undankeppni HM.

Karen meiddist á fæti í leik með Fram á móti HK 15. október síðastliðinn en þar vann Framliðið sinn fimmta leik í röð í Olís deild kvenna.

Karen reyndi að spila næsta leik á móti ÍBV en það kom strax í ljós að það var ekki möguleiki. „Ég var bara á annarri og útilokað að harka eitthvað af sér,“ sagði Karen Knútsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson á Morgunblaðinu en þar staðfestir Karen meiðslin.  

Karen fékk það staðfest hjá lækni að hún væri ristarbrotin eftir að hafa kannað málið þegar batinn var hægur. Þetta er annað tímabilið í röð sem hún verður fyrir erfiðum meiðslum en í fyrravetur sleit hún hásin í upphafi tímabilsins.

Karen snéri hinsvegar aftur undir lokin og hjálpaði Fram að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú mun Karen missa af fullt af leikjum með Fram auk undankeppni HM með íslenska landsliðinu. „Þetta er ömurlegt,“ sagði Karen ennfremur í fyrrnefndu viðtali.

Fram byrjar heldur ekki vel án hennar en liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum frá því að Karen meiddist þar á meðal á móti botnliði Selfoss í síðasta leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.