Frjálst þungunarrof? Já takk! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 31. október 2018 14:05 Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar