Hefur fengið nóg af fjölmiðlum sem bendla starfskonur við hann í rómantísku samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 13:54 Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira