Hefur fengið nóg af fjölmiðlum sem bendla starfskonur við hann í rómantísku samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 13:54 Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira