Basti: Erum með Íslandsmet í töpuðum boltum Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 22. október 2018 21:38 Basti fór yfir stöðuna í kvöld. vísir/ernir „Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
„Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30