Blaðsíða sex Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun