Í ræktinni með kolvetnisfíklinum og stressætunni: „Var búinn að ná hámarki í þyngd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2018 12:30 Sigmundur hefur tekið af sér þrjátíu kíló. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira