Lífið

Sérstakur flutningur á þjóðsöngnum en strákarnir héldu andliti ólíkt Frökkum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir okkar virtust ekki kippa sér upp við flutninginn.
Strákarnir okkar virtust ekki kippa sér upp við flutninginn.
Heimsmeistarar Frakka og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í gærkvöldi. Árið 1998 mættust þessar þjóðir í undankeppni EM 2000 á Laugardalsvelli og fór þá leikurinn 1-1. Þá höfðu Frakkar tryggt sér heimsmeistaratitilinn nokkrum vikum fyrr, eins og nú.

Fyrir þann leik vakti það mikla athygli þegar leikmenn Frakka fóru margir hverjir að hlæja þegar Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng þjóðsöng Frakka.

„Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Descamps á blaðamannafundi árið 2016.

„Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með,“ bætti þjálfarinn við.

Sjá einnig:Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs

A
ð neðan má sjá brot af þjóðsöng Jóhanns Friðgeirs auk ótengds viðtals við vinstri bakvörðinn Bixente Lizarazu þar sem Frakkinn springur ítrekað úr hlátri.

Á Stade Du Roudourou-vellinum í Guingamp í gærkvöldi var það frönsk lúðrasveit sem stal senunni og tóku margir tístarar eftir því.

Sveitin lék þjóðsöng Íslands og voru Íslendingar ekkert sérstaklega sáttur með útkomuna.


Hér að neðan má sjá valin tíst um þjóðsöng frönsku lúðrasveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×