Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2018 09:00 Bergljót Arnalds brotnaði á tveimur hryggjarliðum er hún flaug af hestbaki fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/GVA „Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira