Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2018 09:00 Bergljót Arnalds brotnaði á tveimur hryggjarliðum er hún flaug af hestbaki fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/GVA „Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“ Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira