Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2018 09:00 Bergljót Arnalds brotnaði á tveimur hryggjarliðum er hún flaug af hestbaki fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/GVA „Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“ Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist