Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2018 09:00 Bergljót Arnalds brotnaði á tveimur hryggjarliðum er hún flaug af hestbaki fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/GVA „Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“ Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
„Veislan var nú á laugardaginn og ég hélt upp á afmælið með heimatónleikum. Ég söng nokkur eigin lög en líka standarda. Það kom líka danshópur og dansaði með mér. Þetta var mikið fjör,“ segir Bergljót. Hún segir að á þessum tímamótum hafi núvitundin sjaldan verið meiri. „Lífið er mesta ævintýrið sem okkur er boðið upp á. Það er ekkert sjálfgefið að maður fái að lifa þetta lengi. Ég hef misst ættingja, skólafélaga og æskuvinkonu fyrir aldur fram.“ Bergljót lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þegar hún flaug af hestbaki. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð bata. Ég brotnaði á tveimur hryggjarliðum og gat ekki stigið í fæturna fyrst á eftir. Mér er enn þá illt í bakinu en það minnir mig bara á að ég er á lífi.“ Ellefta barnabók Bergljótar er nýkomin út. Hún ber heitið Rosi fer í bað. „Bókin er um Rosa sem er rosaleg risaeðla. Ég skrifaði hana fyrir tíu árum og hún var tilbúin til útgáfu en var frestað vegna hrunsins. Hún er búin að vera á lista hjá Forlaginu yfir bækur sem á að gefa út og nú var ákveðið að drífa í því.“ Bergljót segist halda að þetta sé fyrsta íslenska baðbókin. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn kynnist bókaforminu mjög snemma og þetta er upplagt því um leið og þau geta farið að grípa í eða halda á hlutum geta þau skoðað þessa bók. Þótt flestum börnum þyki gaman að fara í bað er það ekki alltaf efst á óskalistanum. Þá getur verið gott að grípa í þessa bók.“ En það er fleira á döfinni hjá Bergljótu því að hún er líka leikstjóri Leikhópsins Perlunnar. „Leikhópurinn fagnar bráðum 35 ára afmæli og af því tilefni hefur forsetinn boðið okkur á Bessastaði. Þar ætlum við að sýna honum nokkur létt ævintýri og dæmisögur. Ég hlakka mikið til og allir í hópnum eru spenntir.“ Bergljót fær hópinn svo í heimsókn til sín í vikunni til æfinga en einnig til að fagna fimmtugsafmælinu. „Það má segja að ég fái margfalt afmæli út úr þessu.“ Þann 11. nóvember mun Bergljót svo syngja ásamt kór á tónleikum í Selfosskirkju. „Stjórnandinn er búinn að útsetja tvö lög eftir mig fyrir kór. Ég hef ekki áður flutt lögin mín með kór og ég hlakka til að heyra útsetningarnar.“
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira