Hrækt og hótað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun