Hrækt og hótað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun