Lítið eftirlit með lyfjaskilum Sveinn Arnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Vísir/Stefán Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum