Seldu fasteignina sem öskraði endurtekið á viðhald og búa nú hamingjusöm í húsbíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 11:00 Ástin snýst ekki um fermetra segja hjónakornin. Vísir Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag. Húsnæðismál Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.
Húsnæðismál Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira