Fjölgum hlutastörfum! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. október 2018 07:00 Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar